Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið

Nafn:

Seiðkona

Tenglar

Flokkur: Heilsuuppskriftir

03.09.2011 16:22

FjallagrasateFjallagrasate

Innihald:
 • Fjallagrös
 • Vatn
 • Hunang
 • Vanilla (má sleppa)
Aðferð:
 • Sjóðandi vatni helt yfir fjallagrösin.
 • Slökkvið undir og látið standa í 15-20 mínútur.
 • Bragðbætið eftir smekk með hunangi og vanillu.

03.09.2011 16:16

BlóðbergshunangBlóðbergshunang

Innihald
 • 1 bolli hunang
 • 1/4 bolli þurrkað blóðberg eða
 • 1/2 bolli fersk blóðberg
Aðferð
 • Blóðbergi og hunangi blandað saman og hitað við vægan hita í 20 mínútur.
 • Tekið af hellunni og látið kólna.
 • Takið blóðbergið frá og hunangið sett á krukku.
 • 1 tsk sinnum 3 á dag út í te eða notað eingöngu.

03.09.2011 15:56

BlóðbergssírópBlóðbergssíróp

Innihald
:

 • 30 gr kamilla
 • 20 gr blóðberg
 • 10 gr salvía
 • 1 hvítlaukur
 • 1 lítri vatn
 • 454 g hunang

Aðferð:

 • Soðnu vatni helt yfir jurtirnar og látið krauma í 15 mínútur.
 • Síið jurtirnar frá og sjóðið vökvann niður, þar til hann hefur minnkað í 200 ml.
 • Bætið hunanginu úti og hrærið vel saman.
 • Má taka inn eitt og sér eða bæta því út í te.

Skammtar

 • 1 tsk 4-6 sinnum á dag fyrir  börn
 • 2 tsk 4-6 sinnum á dag fyrir fullorðna

25.05.2008 22:39

Heimatilbúin hvítlauksolía

Hvítlauksolía ætti að vera til á hverju heimili og notast um leið og eyrnabólga byrjar að láta á sér kræla. Í Jurtaapótekinu er til mjög góð olía sem heitir Eyrnaolía og virkar vel við eyrnabólgum. Síðan getur fólk útbúið sína eigin olíu ef það á ekki heimangengt.


Hvítlauksolía

Innihald:
 • Tvö hvítlauksrif
 • Olífuolía
Aðferð:
 • Rifin söxuð og sett í pott, olíu hellt yfir  og látin þekja rifin.
 • Olían hituð við vægan hita að suðu.
 • Takið af hellunni og látið standa í 10 mínútur.
 • Hellið olíunni af lauknum, kælið og setjið í lokað ílát.
 • Setjið 1 dropa 3-5x á dag í sýkta eyrað/eyrun.

12.03.2008 00:33

Þurr hósti og hjálparkokkar úr eldhúsinuVið þurrum hósta er eitt og annað sem má grípa úr skápunum og nota til að slá á þurran hósta.

 • Ögn af hvítum pipar blandað saman við 1 tsk af hunangi, tekið inn 2-3 sinnum í 4-5 daga.
 • 1/4 tsk cayennepipar, 1/4 tsk rifið engifer, 1 msk epla cider, 2 msk vatn, allt blandað vel saman og ein matskeið tekin eftir þörfum.
 • Sjóðið vatn og setjið eukalyptusolíu eða mintuolíu út í og andið að.

01.03.2008 16:46

Hósti og það sem maður finnur í eldhúsinuÞað sem kemur af bestum notum við hósta er hunang, sítrónur og hvítlaukur.

Hóstamixtúra:

Hráefni;

 • Kanil
 • Hunang
 • Sítróna

Aðferð:

 • Kreistið sítrónu og bætið hunangi og kanil út í.
 • Takið 2 tsk tvisvar á dag

Kanilmjólk:

Hráefni:
 • Mjólk
 • Kanil
 • Engifer
 • Negull
Aðferð:
 • Mjólkin hituð og bætið kanil út í.
 • Rifinni engiferrót og negul bætt út í.

Hvítlauksblanda

Hráefni:
 • Hvítlaukur
 • Hunang
 • Sítróna
Aðferð:
 • Pressið 5 hvítlauksrif, sjóðið í vatni og kælið síðan.
 • Bætið hunangi og sítrónu út í og drukkið eftir þörfum.
Caynnepiparblanda:

Hráefni:
 • 1/4 tsk cayenne pipar
 • 1/4 tsk rifið engifer
 • 1 msk hunang
 • 1 msk eplacíder
 • 2 msk vatn
Aðferð:
 • Blandað saman og tekið eftir þörfum


29.02.2008 18:51

Bjúgur og eldhúsráðinBjúgur er mun algengara vandamál en margir gera sér grein fyrir. Hjálparkokkar út eldhúsinu eru meðal annars sítrónur.

 • Sítrónurvatn;ein sítróna skorin í sneiða með eða án barkar, sett í vatnskönnu og geymt í ísskáp, geymist í ca þrjá daga og bæta má vatni eftir þörfum.
 • Eins er gott að borða melónur.
 • Kóríanderfræ soðin í einum bolla af vatni, síað og vatnið drukkið.
 • Rifið engifer út í grænt te.
 • Eplaedik, gott að setja það í appelsínusafa.
 • Soðin hrísgrjón.
Það sem er gott að hafa í huga er að salt bindur vökva í líkama og það getur hjálpað mikið að draga úr saltneyslu eða sleppi því alveg.

31.01.2008 18:29

Sítrónuegg, sem kalkuppspretta.Þessa uppskrift fékk ég senda og hún er tilvalinn kalkgjafi fyrir þá sem einhverra hluta neyta ekki mjólkur eða í litlu magni.

 • Settu heil, hrein, óelduð, óbrotin lífræn egg í hreina opna krukku.
 • Hyldu eggin með nýkreistum sítrónusafa (lífrænum)
 • Hyldu krukkuna lauslega og settu í kæli.Afar afar varlega skaltu svo hreyfa krukkuna þannig að sítrónusafinn velti svolítið um eggin.

Kalkið í eggjaskurninni berst í sítrónusafann, búbblur myndast í kringum eggin.

 • Ca. 48 tímum seinna þegar búbblið er hætt (kúlumyndunin í kringum eggin) skaltu fjarlægja eggin mjög varlega úr krukkunni og passa þig á að alls ekki skemma himnuna.
 • Lokaðu krukkunni vel og hristu lausnina 
 • Hægt að drekka hreint eða blanda út í annan vökva.
  • Þessi uppskrift kemur upprunalega frá Ian Shillington.

  13.10.2007 21:00

  Hunang og hollustan  Hunang og heilsan
   

  Hunang hefur löndum haft það orð á sér að það hafi læknandi áhrif og hefur í gegnum tíðina bæði verið notað í mataruppskriftir og fegrunaruppskriftir.

  Allrameinabót
  Hunang mun hafa góð alhliða áhrif á heilsuna og dagleg inntaka mun hjálpa við að halda heilsunni í lagi og styrkja varnir líkamans. Hægt er að nota það í te eða aðra heita drykki eða jafnvel ofan á ristað brauð. Eins er gott að blanda saman 2 msk af hunangi í safa af sítrónu út i heitt vatn og drekka á hverjum morgni fyrir morgunmat.

  Orkugjefandi
  Næst þegar þú ferð í ræktina er gott að taka inn eina msk af hunagni áður. Grikkir til forna notuðu hunang fyrir hlaup.

  Hósti og kvef
  2 msk af hunangi, 4 msk af edik og ögn af salti blandað saman er gott við hálsbólgu,
  Sítrónusafi og hunang er gott við kvefi og flensueinkennum, eins er gott að bæta eucalyptus olíu og engifer út í, jafnvel að bæta smá viskí út í.

  Sár og bruni

  Hunang hefur sótthreinsandi áhrif og er hægt að nota á skrámur og minniháttar sár. ö

  Gott fyrir meltinguna
  Rómverjar notuðu hunang til að laxera en einnig mun það líka hafa verið notað við niðurgang.-

  Hunang í eldamenskuna

  Hunang er hægt að nota í stað sykurs en notið minni skammt af því en sykur.  16.09.2007 22:27

  Fjallagrös og nytsemdir þeirra  Í tilefni þess að ég keypti mér fjallagrös í dag, ætla ég að setja inn nokkrar uppskriftir með fjallagrösum.

  Uppskriftir
  Eftirfarandi fjallagrasauppskriftir miða við að fjallagrösin séu hrein af mosa, lyngi og öðru sem fylgt getur þeim við tínslu. Skolið af þeim með rennandi köldu vatni fyrir notkun.

  Grasate (-seyði)
  2-4 grös per bolla. Grösin eru sett út í kalt vatn. Suða er látin koma upp og soðið hægt í 5 mín. Drykkurinn verður beiskur og því er gott að sykra hann með hrásykri eða hunangi að vild.

  Fjallagrasakjötsúpa
  Þurr fjallagrös eru söxuð niður (ath. ekki of smátt) og sett með þurrkaða grænmetinu í súpuna.

  Fjallagrasabrauð
  Notist í hvaða brauðuppskrift sem er. Bætið þurrum söxuðum grösunum í mjölið við upphaf deiggerðar.

  Fjallagrasasósur/pottréttir
  Setjið söxuð fjallagrös út í við upphaf eldunar, eins og þið væruð að nota þurrkaða sveppi eða annað þurrkað grænmeti.

  Fjallagrasamjólk
  50 g fjallagrös  
  ½ lítri vatn 
  1 lítri mjólk 
  ½ -1 tsk salt 
  2-6 msk hrásykur eða hunang

  Grösin eru látin í pott með vatninu og soðin í 10 - 15 mín eða þar til þau eru orðin meyr. Þá er mjólkinni bætt út í og suðan látin koma upp við mjög lágan hita, hrært í við og við (ef hún ystir má bæta meiri mjólk í). Súpan verður því betri sem hún er soðin lengur. Saltað og sykrað þegar potturinn er tekinn af. 
   
  Uppskriftir þessar eru teknar af vef Heilsuhússins
  http://www.heilsa.is/heilsa/baetiefni/?ew_1_cat_id=18106&ew_1_p_id=16936035

  Fjallagrös

  Fjallagrös
  Taka skal 2 lóð af grösum og 1 1/2 pott af vatni og sjóða það í eirpotti (Kasserolle), ásamt dálitlu af steyttum kanelberki, þangað til það er orðið í 3 bolla. Það þarf langan tíma til að sjóða þetta, og er því best að sjóða það að kvöldi, ef það á að brúkast að morgni til í staðinn fyrir kaffi eða tevatn. Einnig má sjóða grösin í mjólk, og verður þetta þá bragðbetra heldur en ef grösin eru soðin í vatni.
   (Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð, Reykjavík, 1999) 

  Fjallagrös og meðhöndlun þeirra

  Hvað eru fjallagrös
  Fjallagrös eru fléttur, sem eru sambýli svepps og þörungs. Um er að ræða samvinnu tveggja lífvera sem báðir aðilar hagnast á. Sveppurinn sér sambýlinu fyrir vatni og steinefnum, þörungurinn myndar lífræn efni með hjálp ljóstillífunar.

  Fjallagrasanytjar
  Fyrstu heimildir á Íslandi um fjallagrös er að finna í ,,Jónsbók" þar sem bannað var að tína grös á landi annarra bænda. Landsmenn nýttu grösin í seyði og kölluðu grasavatn eða grasate. Litið var á fjallagrös sem hollan og næringarríkan mat, auðugan af steinefnum og trefjaefnum. Víða annars staðar í heiminum hafa fjallagrös verið nýtt til lækninga um aldir, sérstaklega vegna öndunarfærasjúkdóma og meltingartruflana.
  Fyrirtækið Íslensk fjallagrös ehf. hefur um árabil unnið afurðir úr íslenskum fjallagrösum. Tilgangur þess er að framleiða heilsuvörur þar sem byggt er á þessum aldagömlu alþýðuvísindum um hollustu og lækningamátt jurtanna, sem og nútíma vísindarannsóknum.

  Meðhöndlun grasanna
  Fyrirtækið hefur leitað til bænda og landeigenda um kaup á grösum.
  Til að vernda grasahagana og forðast oftínslu, leggur fyrirtækið Íslensk fjallagrös áherslu á að eftirfarandi atriði verði höfð í huga við tínsluna:
  · Að ekki sé tínt á sama svæði ár eftir ár.
  · Að u.þ.b. 30-50% plöntunnar séu skilin eftir í haganum. Rannsóknir benda til að ef ca. 50% fléttunnar eru skilin eftir geti endurnýjunartíminn farið niður í 3-5 ár.
  · Að varast sé óþarfa traðk á meðan á tínslu stendur, því þurr fjallagrös eru mjög stökk og brothætt.

  Tínsla
  Venja hefur verið að tína grösin með höndunum þegar þau eru blaut til að sem minnst af öðrum gróðri fylgi með. Þessi aðferð er frekar seinleg, en hentar vel þar sem grösin vaxa innan um runna- og lynggróður.
  Önnur aðferð er að raka þurrum grösum upp úr sverðinum með e.k. hrífum eða kröfsum. Hrífa með styttum haus og minnkuðu tindabili hefur skilað góðum árangri við tínsluna. Augljóslega fylgir meira af aðskotagróðri með, borið saman við að tína grösin blaut með höndum, en tæknivædd hreinsun á grösum getur vegið upp á móti því.

  Þurrkun-hreinsun
  Nauðsynlegt er að þurrka grösin strax eftir tínslu. Best er að dreifa úr þeim og snúa þeim reglulega.
  Einföld og ódýr tækni getur aukið afköst við hreinsun grasanna borið saman við hreinsun í höndum. Hreinsunina má framkvæma með þrennu móti: á rist, með lofti og með því að fleyta óhreinindin úr grösunum með vatni. Til að geta hreinsað grösin með því móti þarf rúmgott húsnæði og nægilegt rennandi vatn. Aðferðin sem valin er markast að einhverju leyti af húsnæðinu og því hve mikill fylgigróður og önnur óhreinindi er með í grösunum.

  Geymsla
  Öll vinna við grösin, s.s. þurrkun, hreinsun og geymsla, verður að fara fram á svæði sem er ómengað af dýraúrgangi.

  http://www.bondi.is/landbunadur/wgbi.nsf/key2/mhhr5bjkw6.html

  http://laeknabladid.is/2000/4/umraeda-frettir/nr/270/

  06.02.2007 21:07

  Hreinsun fyrir líkama og sál í skammdeginu

  Þessir punktar koma frá Jurtaapótekinu og eru tilvaldir núna á nýju ári þegar að fólk vill taka til í lífi sínu og heilsumálum og er orðið þungt á líkama og sál í vetrardrunganum.


  Jurtavörur frá Jurtaapótekinu

  Stuttungamjöður:
  Jurtablanda sem að hefur afeitunaráhrif í líkamanum. Gott ef fólk er að taka mataræðið í gegn og er á einhverjum hreinsikúr. Mjólkurþistill sem styrkir lifrafrumurnar. Króklappi sem örvar lifur í að framleiða meira gall og þannig örvar alla hareinsun í líkamanum. Brenninetla sem er mjög næringarmikil og talin blóðhreinsandi. Klóelfting sem er vökvalosandi og hjálpar nýrunum að hreinsa. Caynne pipar sem að örvar blóðflæðið og spirulina sem er blóðhreinsansi og inniheldur mjög mikið af næringarefnum. Spirulina inniheldur 18 ammínósýrur þar á meaðal þessar 8 nauðsynlegu. Mikið Beta carotenn. E-vítamín, joð, járn og B-12 vítamín. 100 g af plöntuninni inniheldur 50-70% prótein. Spirulina hentar vel þegar fólk er að taka sig í gegn og er á hreinsikúrum.

  Vaðgelmir:
  Hér eru velvaldar jurtir til að ryksuga ristilinn. þetta er hugsað til að nota í 2-3 mánuði, þetta er ekki eitthvað sem gerist mjög fljótt, það fer ekki að sjást hvað þetta gerir fyrr en eftir 4 vikur. Í þessu er leir og þari sem dregur úr eiturefni úr risli, husk sem ryksugar rstil, sítrónubörkur og rauðrófur innihalda góðrar trefjar sem að hreinsa ristilinn og góð andoxefni. Regnálmur og Læknastokksrós eru mjög græðandi fyrir slímhúð í rislli og draga einnig út óhreinindi. Króklappa örvar gallframleiðslu á lifur og þannig örvar hreinsun og að lokum er smá Negull í þessu til að drepa ef það er eitthvað óslkilegt lifandi íristlinum. Á meðan er verið að taka þessa blöndu þá er gott að neyta ekki mjólkurvara.

  Þarabað:
  Þari í bað gefur húðinni mikið af steinefnum sem fara í gegnnum húðina. Hann inniheldur einnig mikið af slímefnum sem eru mjög góð í að mýkja húðina. Hann er líka hreinsandi fyrir sogæðakerfið með því að draga í ú t í vatnið eiturefni. Þar af leiðandi er hann góður fyrir appelsínuhúð, jafnar líkamsefnafræðina, losar spennu og gerir húðina mjðg fallega. Gott að gera þetta x1 í viku reglulega en má gera 2-3 sinnum fyrstu tvær vikurnar. Best er að vera í baðinu í ca. 30 mínútur og hafa baðið vel heitt og bæta svo heitu vatni út í eftir þörfum.

  Mataræði:
  Forðast: Mjólkurvörur, skyr osta ofl.
  Nota: Hrísmjólk, sojomjólk og möndlumjólk

  Forðast: Hvítan sykur, asparame, maltodextrin, sorbitol og önnur sætuefni.
  Nota: Hrátt hunang, ávexti, agave síróp, hlynsíróp, ferska grænmetis- og ávaxtasafa.

  Forðast: Hvítt hveiti, hvítt pasta, hvít hrísgrjón.
  Nota: Heil korn, hýðishrísgrjón, heilt bygg, hirsi, bókhveiti, quinoa, mais, hafra, amaranth og rúg.

  Forðast: Gos, sódavatn, kaffi, svart te og kakó.
  Nota: Jurtate, fíflarrótarkaffi, grænt te, vatn, ferska ávaxta- og grænmetissafa.

  Forðast: Olíur sem er búið að hita fyrir ofan 100°C, allt viðbit og olíur í plastbrúsum í verslunum.
  Nota: Íslenskt smjör án salts, olífuolíu, hörfræsolíu, sólblómaolíu, hampolíu, sesamolíu kaldpressaðar og lífrænar.

  Forðast: Unnar kjötvörur, unnin fisk og svínakjöt.
  Nota: Hreint kjöt, nema nautakjöt í lágmarki, hreinan fisk, baunir, fræ, hnetur, tófú og egg, en þó lítið af þeim.

  Forðast: Ís, kökur, sætt kex og sælgæti
  Nota: Ferska og þurrkaða ávexti, speltkex án sykurs, hrískökur, heimagerðar kökur án sykurs og mjólkur.

  Forðast: Salt með aukaefnum.
  Nota: Sjávarsalt, maldon salt, jurtasalt og sesamsalt.

  Forðast: Edik.
  Nota: Eplaedki, súrsunarmysu.

  Nota mikið af hráum ávöxtum og grænmeti, því í þeim er mikið af lifandi ensímum sem hjálpa líkamanum að vinna úr fæðunni. Eins er gott að búa til spírur, en í þeim er mikið af ensímum og góðum próteinum.

  Þurrburstun:
  Best er að vera með bursta úr nátturulegum hárum og með góðu skafti til að ná vel að bursta bakið.
  Aðferð; burstið með mjúkum bursta fyrst þangað til húðin er farin að venjast burstuninni. Byrjið á iljum og burstið með kraftmiklum hringhreyfingumn og nuddið allan líkamann í átt að hjartanu.

  Burstið húðina í þessari röð:
  1. Fætur og fótleggi.
  2. Hendur og handleggi.
  3. Bak.
  4. Kviðarhol.
  5. Brjóst.
  6. Háls.
  Burstið þar til húðin fer að roðna og verur heit í ca, 5-20 mínútur.
  Best að gera á morgnana þegar að farið er á fætur eða á kvöldin áður en laggst er til svefns.
  • 1
  Flettingar í dag: 199
  Gestir í dag: 16
  Flettingar í gær: 1875
  Gestir í gær: 89
  Samtals flettingar: 1544128
  Samtals gestir: 221449
  Tölur uppfærðar: 22.11.2014 02:44:03

  Eldra efni